Gögn sem gáfu nákvæma staðsetningu flugvélarinnar sem leitað var að í síðustu viku, komust ekki í hendur lögreglu fyrr en aðfaranótt föstudags.
Þá hafi það verið rakning á síma Josh Neuman, sem var einn farþeganna þriggja, sem sýndi að vélina var að finna í Þingvallavatni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gengu gögnin manna á milli innan flugheimsins.
Bárust blaðinu einnig gögnin um klukkan sjö á fimmtudagskvöld en þegar leitarstjórn fékk þau í hendurnar fannst vélin á 50 metra dýpi í vatninu.
Ekki liggur fyrir hvers vegna lögreglu bárust gögnin svo seint.