Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Golfstraumurinn gæti hrunið árið 2025: Skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný rannsókn var birt í dag á nature.com þar sem því er lýst að hafstraumakerfi Atlantshafsins (AMOC), og þar með talinn Golfstraumurinn, gæti hrunið um miðja öldina eða eins snemma og árið 2025.

Vísbendingar hafa legið fyrir í nokkurn tíma að hafstraumarnir myndu hnigna á næstu áratugum en fram til þessa hefur ekki verið hægt að festa tímaramma.

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni könnuðu hitastig sjávar yfir tímabilið 1870-2020, reiknuðu með hlýnun Jarðar af mannavöldum og komust þannig með mikilli vissu að því að með óbreyttum hætti myndi straumkerfið hrynja eins snemma og 2025 eða eins seint og 2095.

Golfstraumurinn hrundi síðast fyrir meira en 12.000 árum sem olli hitasveiflum upp á 10-15°C á norðurhveli Jarðar á inn við áratug. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að loftslagið hérlendis yrði mun kaldara, vetur yrðu mun harðari, snjóþekja myndi vara lengur og sumur yrðu kaldari.

Lífríki bæði lands og sjávar myndu verða fyrir töluverðum áhrifum sem jafnframt myndi hafa áhrif á helstu tekjulindir Íslendinga eins og fiskveiðar, landbúnað og ferðamannaiðnað.

Ef hafstraumakerfi Atlantshafsins myndu raskast með þessum hætti er Ísland fjarri því að vera eina svæðið sem yrði fyrir áhrifum þar sem straumarnir hafa áhrif á allt veðrakerfi heimsins. Allt loftslag gæti breyst, hamfarir af völdum veðurs gætu aukist og gæti hraðað enn frekar hlýnun jarðar t.d. með þiðnun sífrera í Síberíu.

- Auglýsing -

Góðu fréttirnar eru að enn sem komið er eru engar beinlínis sjáanlegar vísbendingar þess efnis að straumkerfi Atlantshafsins séu að hrynja en rannsóknin kallar þó á að heimsbyggðin sameinist í að skera niður mengunarvalda sem valda hnattrænni hlýnun niður í svo gott sem núll á sem stystum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -