Stórútkall er hjá björgunaraðilum og þyrla Landhelgisgæslunnar reynir nú að komast að slysstað þar sem göngumaður slasaðist illa í Esjunni. Björgunaraðilar hafa náð á staðinn en aðstæður voru erfiðar við að komast að hinum slasaða.

Fjölmenni hefur verið á Esjunni í dag. Slysið varð á gönguleiðinni um Gunnlaugsskarð og fjöldi útkallsaðila eru mættir á vettvang. Sjúkrabifreiðar, fjallajeppar og sexhjóli voru nýtt til að komast að ísóttu bröttu fjallendinu þar sem hinn slasaði lá.

Eins og áður sagði var erfiðð að komast að hinum slasaða og þurftu björgunaraðilar aö höggva spor til að komast á vettvanginn. Á endanum tóks það og þyrlunni tókst jafnframt að komast að til að hífa hinn slasaða göngumann. Sá hefur nú verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús en ekki talinn vera í lífshættu.
Fréttin hefur verið uppfærð.