Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Gönguskíðafólk biður hundaeigendur að hypja sig:  „Það er nóg pláss á Hólmsheiði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gönguskíðafólk er ekki par hrifið af lausagöngu hunda á Hólmsheiði, einkum og sér í lagi á þeim svæðum þar sem búið er að þjappa þar til gerðar brautir fyrir skíðafólkið. Hundarnir og eigendur þeirra skemma nefnilega brautirnar sem erfitt er að laga á nýjan leik.

Þetta kemur fram í færslu í hópi gönguskíðafólks á Facebook. Þar segir:

„Elsku bestu hundaeigendur! Endilega hjálpumst að. Lausaganga hunda er vissulega leyfileg á Hólmsheiði. Hólmsheiði er stórt svæði og nóg pláss fyrir alla og geggjuð aðstaða til að viðra hunda. Um leið og hundar og gangandi fara ofan í sjálf skíðasporin þá skemmast þau mjög hratt, þegar hunda/fótaför frjósa í sporinu er mjög erfitt og stundum vonlaust fyrir okkur að laga þær skemmdir og gera gott fallegt spor fyrir ykkur daginn eftir. Sprorinn okkar hoppar til og frá og sporið verður skakkt og lélegt,“ segir í færslunni og þar er bætt við:

„Skíða sporin sjálf eru lögð eingöngu fyrir brautarskíðun og þola alls ekki aðra umferð. Hjálpumst að við að halda aðstæðum eins góðum og hægt er í þessa örfáu daga sem veður og snjór bjóða uppá topp aðstæður fyrir gönguskíðun. Með fyrirfram þökk og von um jákvæð viðbrögð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -