Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Gorbatsjov er látinn: Illugi og Gunnar Smári minnast hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Gunnarsson skrifar pistil vegna andlátsins. En hann segist hafa verið þakklátur fyrir það að Gorbatsjev hafi verið við völd frekar en einhver annar þegar Sovíetríkin féllu.

Illugi Jökulsson, blaðamaður.

„Gorbatsjev er dáinn, 91 árs. — Hann hefur lengi verið í meiri metum á Vesturlöndum en heima í Rússlandi. Vesturlandamenn meta hann mikils fyrir manneskjulegt andlitið sem hann færði Sovétríkjunum á endasprettinum og þó enn frekar fyrir að hafa ekki reynt að streytast gegn hruninu með vopnavaldi af einhverju tagi. Það hefði endað með ósköpum, ægilegum ósköpum.

Austur í Rússlandi hafði hrunið hins vegar í för með sér svo mikla erfiðleika, sem ekki er búið að bíta úr nálinni með enn, að þeir sem kenna honum beinlínis um hrunið hafa ímugust á honum. Á sínum tíma hvarflaði ekki að neinum (held ég) að Sovétríkin gætu hrunið. En eftir á að hyggja var það eflaust óhjákvæmilegt. Og þá var vissulega betra, ójá, svo miklu betra að hann væri við stjórnvölinn en ýmsir aðrir.“

Reagan og Gorbatsjov í Höfða í lok kalda stríðsins

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Ronald Reagan og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forystumaður kommunístaflokksins í Rússlandi í Höfða, 11. október 1986.

Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík.

Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins.

- Auglýsing -
Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.

„Gorbatsjov ætti að verða verndardýrlingur draumórafólks í stjórnmálum,“ segir Gunnar Smári Egilsson í færslu í kjölfar frétta um andlát hans. Hér má lesa færslu Gunnars í heild sinni:

Gunnar Smári Egilsson, meðlimur í Sosíalistaflokki Íslands.

„Gorbatsjov er eini aðalritari sovéska kommúnistaflokksins sem lék í auglýsingu fyrir töskur Louis Vuitton. Mér finnst þessi mynd táknræn fyrir þá harmsögupersónu sögunnar sem þessi maður varð. Kannski verður einhvern tímann samin ópera um Gorbatsjov, John Adams ætti að geta kastað í eina. Jeltsín gæti orðið comic relief, veltandi um sviðið fullur milli þess sem hann reigir sig eins og hani. Gorbatsjov væri hins vegar djúpur bassi í einræðum um glasnost og perestrojku, sem enginn almennilega áttar sig á hvað er. Gorbatsjov kenndi okkur að það er ekki hægt að upphugsa lausnir á samfélagi sem hefur ekki í sér neinar stofnanir eða samtök, engan vettvang til að láta hagsmuni og hugmyndir takast á. Samfélagsmótunin er ekki samkeppni um hver er með snjöllustu hugmyndina. Hún er niðurstaða átaka sem sýnir hver hafa mesta aflið. Gorbatsjov ætti að verða verndardýrlingur draumórafólks í stjórnmálum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -