Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gordon Ramsay með tökulið á Ísafirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga sést á ferli á Vestfjörðum með tökulið með sér og samkvæmt frétt Vísis er hann að taka upp efni í sjónvarpsþátt. Þar kemur þó einnig fram að séu Ramsay eða fylgdarlið hans spurð hvað þau séu að gera sé fátt um svör.

„Ísfirðingar hafa þó lagt saman tvo og tvo og séð í gegnum laumuspil veitingamannsins og tökuliðs hans. Enda hafa Ramsay og föruneyti hans leitað til heimamanna eftir efnistökum í þáttinn,“ segir í fréttinni.

Að auki hefur Ramsay heimsótt ísfirska veitingastaði og sést hefur til hans bæði á Húsinu og í Heimabyggð þar sem hann fékk sér kökusneið og kaffi að sögn sjónarvotta.

Ekkert er vitað um hversu lengi kappinn muni dvelja fyrir vestan eða hvaða þættir það eru sem hann er að safna efni í.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -