Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gos er hafið við Grindavík – Viðbragðsaðilum gert að yfirgefa bæinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gos hófst á Reykjanesskaga rétt upp úr klukkan 6 í morgun. Að sögn RÚV varð vart við jarðskjálftavirkni vestur af Fagradalsfjalli í morgum og hófst gosið um 40 mínútum síðar. Gosið er á sviðupuðum slóðum og síðast, við Sundhnúkagíga.

Almannavarnir hafa vegna þessa rýmt Grindavík.

Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands segir:

„Klukkan 5:30 í morgun hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell. Um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu slóðum.

Fyrstu mínúturnar lengdist sprungan bæði til norðurs og suðurs.

Út frá fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er gosið á sömu slóðum og gaus 18. desember. Sprungan er um 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Hraun rennur  mestmegnis til vesturs á þessu stigi. Hraunflæði virðist aðeins minna en í byrjun gossins 18. desember.“

- Auglýsing -

Fréttin er í framvindu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -