Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Gosið í Geldingadal – Nístingskuldi og fólki fækkar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ró­legt hef­ur verið við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­dal í morg­un. „Rút­urn­ar eru byrjaðar að koma en þær eru illa nýtt­ar,“ seg­ir Sig­urður Berg­mann, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um viðtali við mbl.is.

Opnað var inn á svæðið klukk­an sex og voru þá um fimmtán bíl­ar á bíla­stæðinu en hann er vett­vangs­stjóri á gosstöðvum. Hleypt verður inn á svæðið til klukk­an 18 í kvöld, eins og síðustu daga, og byrjað að rýma klukk­an 22.

Í gær fóru 480 manns upp að gosstöðvum miðað við 5.128 á föstu­dag­inn langa. Gossvæðinu var lokað á laug­ar­dag vegna veðurs.

Veðrið í Geld­inga­dal er bjart og fal­legt en nístingskalt. Um tíu stiga frost var uppi á fjalli í morg­un. „Það and­ar köldu úr norðanátt­inni,“ seg­ir Sig­urður. Vind mun þó lægja á gosstöðvum í dag og spáð er hægri breyti­lega átt upp úr há­degi, björtu veðri og frosti um fimm stig.

Vak­in er at­hygli á því á vef Veður­stof­unn­ar að í hæg­um vindi geti gasmeng­un frá eld­gos­inu safn­ast fyr­ir nærri gosstöðvun­um og náð þar háum styrk. Und­ir kvöld fer að hreyfa vind og um kl. 20 má bú­ast við sunn­an 8 m/​s og lík­ur á snjó­komu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -