Ansi fínu veðri er spáð um helgina, og það um land allt; búast má við að hiti fari nokkuð víða yfir 15 gráður á morgun.
Hér á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir nokkuð stilltu veðri og miklum hita; en þó, eins og komið hefur berlega í ljós, verður skýjað mestan hluta dagsins í dag.
Hvað hitann varðar þá verður hlýjast á norðausturlandi; er spáð um 20 gráðum á Akureyri á sunnudag og mánudag.
Einnig er mögulegt að hiti fari upp í og jafnvel yfir 20 stig á vissum svæðum að sögn veðurfræðings sem Mannlíf heyrði hljóðið í.
Það má alveg búast við 15 stiga á höfuðborgarsvæðinu.
Svo gæti alveg orðið þrælgott veður við Eyjafjarðasvæðið sem og í Skagafirði og við Mývatn.