Götur Kaliforníu sem iða af lífi undir venjulegum kringumstæðum eru tómlegar að sjá eftir að ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, tilkynnti um útgöngubann.
Íbúum Kaliforníu er nú gert að halda sig heima vegna útbreiðslu COVID-19 og sagði Newsom að fólk ætti ekki að yfirgefa heimili sín nema ef brýna nauðsyn beri til.
Aðgerðirnar þykja nokkuð harðar en Kalifornía er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, þar búa um 40 milljónir manna.
Newsom minnti fólk á að þetta væri tímabundið ástand og reyndi þannig að hughreysta Kaliforníubúa.