Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Grænar kartöflur geta verið varasamar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grænar kartöflur er eitthvað sem neytendur ættu að varast þó vissulega séu skiptar skoðanir um þær eins og flest annað. Meðan einhverjir láta þær slæda eru aðrir sem skila þeim aftur beinustu leið í jörðina. Ástæða þess að kartafla verður græn er sú að hún hefur orðið fyrir sólarljósi, annaðhvort við ræktun eða í geymslu. Við það myndast efnið sólanín sem getur valdið eitrun ef það mælist í of miklu magni. Sólanín er þó alltaf til staðar í öllum hlutum kartöfluplöntunnar en nær þó sjaldnast að verða hættulegt.

Flestir eru þeirrar skoðunar að græn kartafla bragðist illa, sumir finna engan mun. Enn aðrir segja að sólanín eyðist úr kartöflunni við suðu.

Til eru dæmi um að fólk hafi látist af völdum sólaníns en það hefur gerst við mjög óvenjulegar aðstæður, þá hafa kartöflurnar verið ónýtar og fólk borðað verulegt magn af þeim.

Til þess að koma í veg fyrir sólanín-eitrun í kartöflum er eftirfarandi mikilvægt:

  • Framleiðendur og pökkunaraðilar eiga að flokka grænar kartöflur frá í framleiðslu.
  • Pökkunaraðilar verða að sjá til þess að kartöflurnar séu geymdar í myrkri meðan þær stoppa hjá þeim.
  • Verslanir verða að sjá til þess að sem minnst lýsing sé á kartöflum meðan þær eru í búðinni, til dæmis geyma þær í dimmum kössum sem viðskipavinir taka kartöflurnar úr eða í dökkum umbúðum.
  • Neytendur ættu að geyma kartöflur á dimmum stað heima fyrir.
  • Varist að borða skemmdar og/eða grænar kartöflur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -