Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Grænland er sjóðandi heitt hjá Íslendingum – Uppselt í allar ferðir þangað og setið um lausa miða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í færslu á samfélagsmiðli spyr Eggert E. Guðmundsson um flug til Grænlands, sem er að verða æ vinsælli dvalarstaður hjá Íslendingum, enda Grænland með ólíkindum fallegt og mikið land – stærsta eyja í heimi.

„Flug til og frá Grænlandi segir Eggert og spyr í kjölfarið:

„Getur það staðist að það er bara núll sætaframboð til Nuuk? Bæði AirGreenland og Icelandair sýnir ekkert ef maður leitar fram að hausti.“

Hann segir að það sé „fræðilega opið frá Íslandi til Grænlands, en í raun svolítið lokað útaf sætaframboði.“

- Auglýsing -

Brandur Franklín Karlsson talar við Eggert á þræðinum og segir að „það koma nokkur sæti upp í haust hjá Icelandair, en maður verður að velja Reykjavíkurflugvöll í stað Keflavíkur,“ segir hann og bætir við:

„Það er þó ekki mörg sæti í boði, því miður.“

- Auglýsing -

Atli Lilliendahl lokar umræðunni enda virðist sem svo að áhugi Íslendinga

Á ferðum til Grænlands sé mjög vaxandi – sér í lagi ef marka má orð Atla:

„Já, það passar. Það eru enn þá fjöldatakmarkanir varðandi hversu margir fá að koma til Grænlands og eru allir þeir miðar seldir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -