Grænlendingar eru að mestu lausir við veiruna sem nú herjar á heimsbyggðina. Covid-19 hefur í flestum tilvikum komið upp í höfuðstaðnunum Nuuk en einnig í Aasiaat. Í morgun var aðeins einn með virkt smit. Hann er í Aasiaat. Frá upphafi hafa 17 manns greinst með veiruna á Grænlandi en yfir 11 þúsund manns, yfir 20 prósent þjóðarinnar, hafa verið prófaðir.
Enginn fær að fara til Grænlands nema fara í próf og fá neikvæða niðurstöðu áður en lagt er upp í ferð til landsins. Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Nuuk, segir aðspurð að strangar reglur um komufarþega til landsins hafi tryggt árangurinn.