Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Grænlendingar lausir við veiruna: „Fólk er orðið meira afslappað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grænlendingar eru að mestu lausir við veiruna sem nú herjar á heimsbyggðina. Covid-19 hefur í flestum tilvikum komið upp í höfuðstaðnunum Nuuk en einnig í Aasiaat. Í morgun var aðeins einn með  virkt smit. Hann er í Aasiaat. Frá upphafi hafa 17 manns greinst með veiruna á Grænlandi en yfir 11 þúsund manns, yfir 20 prósent þjóðarinnar, hafa verið prófaðir.

Enginn fær að fara til Grænlands nema fara í próf og fá neikvæða niðurstöðu áður en lagt er upp í ferð til landsins. Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Nuuk, segir aðspurð að strangar reglur um komufarþega til landsins hafi tryggt árangurinn.

„Það er vegna þess að maður þarf að sýna neikvætt próf sem er tekið í mesta lagi fimm dögum fyrir ferðalag til Grænlands. .Við komuna til Grænlands þarf fólk að fara í nýtt próf og síðan neftir fimm daga í landinu,“ segir Inga Dóra.
Hún segir að 14 daga sóttkví sé skilyrði ef fólk fari ekki í seinna prófið.
Grænlendingar geta vel unað við árangurinn. Samfélagið fékk þó högg í sumar þegar samdráttur varð í ferðamennsku. Að öðru leyti segir Inga Dóra að allt gangi sinn vanagang í Nuuk.
„Fólk er orðið meira afslappað en allir gæta þó vel að sóttvörnum sínum,“ segir Inga Dóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -