Sunnudagur 19. janúar, 2025
3.3 C
Reykjavik

Grafarvogsbúar æfir yfir fyrirhugaðri líkbrennslu í hverfinu: „Persónulega finnst mér þetta galið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Íbúar Grafarvogs eru uggandi yfir áætlunum um að reisa skuli bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð sem sinna eigi bálförum hér á landi næstu 50 ár.
Fyrirhuguð bálstofa á að þjóna öllum og vera búin tveimur rafknúnum brennsluofnum með fullkomnum hreinsibúnaði til að fjarlægja alla mengun, að því er fram kemur í tilkynningu. María nokkur, íbúi í Grafarvogi, virðist þó ekki sannfærð og opnar á umræðu með færslu í hópi hverfisbúa á Facebook.
„Hvað finnst íbúum Grafarvogs um þessa áætlun/ákvörðun um að í miðju íbúahverfi skuli reisa bálstofu? Persónulega finnst mér þetta galið. Í fyrsta lagi, á bálstofa heima í einu stærsta hverfi borgarinnar? Ég er persónulega engan vegin að treysta því að þeir fjárfesti í búnaði sem taka mun ALLA mengun,“ segir María.
Fjölmargir íbúar blanda sér í umræðuna og skiptar skoðanir eru um ágæti þess að fá líkbrennsluna í hverfið. Rakel er ein þeirra sem mótmælir.  „Sammála þér að það sé galið að setja mengandi líkbrennslu inn í íbúðarhverfi, sérstaklega með tilliti til reynslunnar sem er komin af líkbrennslunni í Fossvogi og lyktarinnar og mengunarinnar sem fylgir þar,“ segir Rakel.
Árný hefur sjálf reynslu af mengun vegna líkbrennslu. „Já þetta á ekki heima í íbúabyggð, vann einu sinni á leikskóla í Fossvogi og það lagði yfir svakaleg lykt,“ segir hún. Sigurjón bendir á fleiri möguleika. „Aðrir staðir eru mun heppilegri, eins og upp við framtíðarkirkjugarðinn við Úlfarfell.“
Margir Grafarvogsbúar lýsa líka yfir ánægju sinni með viðbótina í hverfið. Einar er einn þeirra. „Gott mál að það sé að koma nýr og betri búnaður en sá sem er í Öskjuhlíð. Þetta ætti að vera minni mengun en kemur frá viðarkamínum og örnum sem sumir eru með í hverfinu og brenna eldivið í á vetrarkvöldum, segir Einar.
María kemur síðan aftur inn og telur að þeir sem lýsa yfir ánægju sinni séu líklega þeir sem búa lengra frá kirkjugarðinum. „Gaman væri að vita í hvaða hverfum Grafarvogs þeir búa sem finnst í góðu að fá bálstofu við Gufuneskirkjugarð án spurninga og athugasemda. Reikna passlega með því að þeir búi ekki í neðri hluta Húsahverfis eða Rimahverfi næst garðinum,“ segir María ákveðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -