Lögregla var kölluð til vegna grátandi og öskrandi unglinga í Grafarvogi. Krakkarnir fundust ekki þrátt fyrir leit. Ástæðan fyrir uppnáminu er ráðgáta.
Einn var fluttur á slysadeild en er talinn vera með minniháttar áverka.
Þjófur braust inn í verslun í austurborginni. Lögreglan náði man manninum og handtók hann. Þjófurinn var læstur inni í fangageymslu þar sem hann hvílir uns rætt verður við hann. Bifreið var stolið í hverfi í nágrenninu.
Starfsfólk hótels í miðborginni óskaði eftir aðstoð við að vekja öldauðan mann sem steinlá og ekkert samband náðist við. Lögregluenn vöktu manninn. Hann var aðstoðaður við að komast í koju.
Innbrotsboð komu frá banka í miðborginni. Ekkert saknæmt var að sjá þegar lögreglu bar að garði og reyndust boðin vera fölsk.
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði. Ekkert er vitað hvað þar var á seyði.