Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray, lést í gær, aðeins þrítugur að aldri; ekki hefur enn verið greint frá dánarosök hans.
Murray hætti keppni í fyrradag á PGA-móti í Texas er hann átti einungis eftir að spila tvær holur.
Murray – sem hefur glímt við áfengisvandamál og þunglyndi – gagnrýndi forystu PGA-mótaraðarinnar harðlega fyrir um þremur árum fyrir að styðja alls ekki nógu vel við atvinnukylfinga sem glíma við slíkan vanda.
Murray sagði eftir sigur sinn á PGA- móti í janúar frá andlegum veikindum sínum; lýsti þrautagöngu sinni og foreldra sinna síðastliðin ár.