Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Greinir frá baráttu sinni við átröskun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Taylor Swift greinir frá baráttu sinni við átröskun í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður á Netflix. Myndin, Miss Americana, var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi en í henni lýsir tónlistarkonan því m.a. að stundum hafi sveltið orðið til þess að hún var nærri yfirliði á tónleikum.

Hin 30 ára Swift segist hafa gert lista yfir allt sem hún borðaði, stundað líkamsrækt af miklum móð og farið niður í breska stærð 2. Nú sé hún stærð 10. Hugarástand hennar var þannig að hún hefði varið líferni sitt við hvern þann sem hefði lýst áhyggjum af henni.

„Ég held þú vitir ekki hvað þú ert að gera þegar þetta gerist smám saman,“ segir hún. „Það er alltaf eitthvað fegurðarviðmið sem þú ert ekki að mæta. Því ef þú ert nógu grönn, þá ertu ekki með rassinn sem allir vilja, en ef þú ert nógu þung til að hafa rass, þá er maginn þinn ekki nógu flatur. Þetta er allt fokking ómögulegt.“

Swift segist nú berjast gegn tilhneigingunni til að vera gagnrýnin á líkama sinn… „því það er betra að finnst þú feitur en að virðast veikur.“ Þá segist hún forðast að skoða myndir af sér, þar sem þær verði stundum til þess að hana langi að byrja að svelta sig aftur.

Lesa má um málið hjá Guardian.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -