Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Grímsvötn tilbúin í gos – „Ef ég ætti að veðja á eld­fjall þá myndi ég veðja á Grím­svötn næst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er mjög dæmi­gert fyr­ir dýpri kviku­söfn­un og við sjá­um þetta mjög víða,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Rætt var við Benedikt í kjölfar mælinga sem sýndu kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall.

Kvikusöfnunin er talin vera á um 16 kílómetra dýpi en sagði Benedikt ekkert benda til þess að kvika nálgist yfirborðið. Þá hafa rúmlega 5000 skjálftar mælst á Reykjanesskaganum frá því að gosinu lauk og útilokar Benedikt ekki annað gos. „Við vit­um það ekki en já, á meðan við sjá­um kviku vera að safn­ast fyr­ir og ef það stopp­ar ekki þá geri ég ráð fyr­ir að það endi með gosi og ekk­ert ólík­legt að við fáum fleiri gos á Reykja­nesi á næstu ára­tug­um.“

„Ef ég ætti að veðja á eld­fjall þá myndi ég veðja á Grím­svötn næst, en við sjá­um til,“ sagði Benedikt en þensla í Grímsvötnum er nú þegar komin út fyrir stöðuna sem var fyrir síðasta gos. Viðtalið við Benedikt má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -