Ofangreint orð eru meðmæli ónefnds tónleikagests frá tónleikum Gríms Gunnarssonar, en hann heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Hannesarholti Grundarstíg.
Grímur gaf út sína fyrstu plötu, B.V.O.Y, í febrúar á þessu ári og hefur verið iðinn við tónleikahald síðan bæði hérlendis og erlendis. Grímur, sem er Hólmvíkingur, flutti aftur til Íslands í ár frá Danmörku. Grímur, sem byrjaði af alvöru að spila fyrir þremur árum, er þekktur fyrir að leggja allt í sölurnar á tónleikum og sendir gesti iðulega heim sadda og sæla. Þessa dagana fylgir hann eftir laginu Close Enough sem kom út í lok ágúst um leið og hann vinnur í nýju efni.
Tónlist Gríms er hugljúf og grípandi og enginn ætti að verða svikinn af notalegri kvöldstund í sögufrægu húsi Hannesarholts.
„Ég myndi segja að Grímur sé útkoman ef Damien Rice og Mugison myndu eignast barn saman.“