Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Grindavík græðir – „Eldgosið setti okkur í brennidepil“ – „Eins og risastór lottóvinningur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, segir að eldgosið í Geldingadölum hafi „þegar haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Reykjanesi,“ og að miklu meiri áhugi sé núna fyrir Reykjanesinu en áður. Hún segir að töluvert sé um fyrirspurnir frá fólki sem vill gera meira úr deginum en eingöngu að skoða eldgosið.

Það er deginum ljósara að eldgosið hefur hjálpað til við alla markaðskynningu Reykjanessins sem áfangastaðar ferðaþjónustu og vill Þuríður að Reykjanesið verði hluti af ferðaáætlun ferðamanna sem eru að koma til Íslands; verði fyrsti viðkomustaður þeirra.

Um þessar mundir er Markaðsstofan að vinna að nýrri heimasíðu – www.visitreykjanes.is – en síðan er vettvangur til að halda utan um allt sem er í boði á Reykjanesi sem snýr að menningu og ferðamálum.

„Markaðsstofan fær viðbótarstarfsfólk inn í sumar sem kemur til með að vinna frekar að efnisöflun, margmiðlunarvinnu og ljósmyndun. Fókusinn núna er á efnisvinnslu sem síðan getur nýst svæðinu í heild sinni og þeim ferðaþjónustuaðilum sem starfa þar til að koma sinni vöru og þjónustu á framfæri,“ segir Þuríður, en þetta kemur fram á vefsíðunni vf.is.

Að mati Þuríðar er margt gott í boði í ferðaþjónustu á Reykjanesinu og líka mörg tækifæri til að gera betur: Til dæmis í auknu samstarfi í að kynna Reykjanesið og bæta við flóru afþreyingar.

„Eldgosið setti okkur í fyrsta sæti og brennidepil sem mikilvægt er að nýta til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu. Verið er að vinna að opnun gestastofu í Duus húsum og einnig gestastofu í menningarhúsi Grindavíkur, Kvikunni, um eldgosið“.

- Auglýsing -

„Eldgosið hefur fært okkur framar í röðina og nú er það okkar að nýta þetta tækifæri.“

Í fjölmörgum samtölum sem blaðamaður Mannlífs hefur átt við íbúa í Grindavík á förnum vegi eftir að gosið hófst eru flestir á því máli að öll verslun í bænum hafi aukist gríðarlega og hjálpi efnahag hans. Einn orðaði það svo við blaðamann: „Þetta gos er eins og risastór lottóvinningur fyrir Grindavík.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -