Hraun tók að flæða yfir Grindavíkurveg laust eftir klukkan fjögur í nótt og er vegurinn lokaður. Mestir kraftur er nú úr gossprungunni sem er í Sundhnúkagígum við Stóra-Skógfell. Ukm 600 metrar voru í morgun frá hraunjaðrinum að Njarðvíkuræð hitaveitunnar. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að hún teldi innviði ekki vera í hættu. Raflínur og hitaveiyulagnir hafa undanfarið verið varðir vegna mögulegs hraunsrennslis. Þá eru öflugir varnargarðar á svæðin u umhverfis gosstöðvarnar.
Óljóst er með framvinduna en Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, sagði í morgun að dregið hefði talsvert úr hraunflæðinu í nótt og virkni í suður- og norðurenda sprungunnar hafi minnkað.
Hraunið heldur áfram í vesturátt. Síðustu klukkustundina skreið hraunið áfram 300 til 350 metra vegalengd, að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Hraunið stefnir í átt að Njarðvíkurlögninni og klukkan 6 í morgun var það tæplega 600 metra frá henni. Hraðinn á hrauninu var um það bil 300 metrar á klukkustund.
Engin gosmengun mælist í byggð. Gasdreifingaspá sýnir annars dreifingu í suðvestur.
Fréttin er í framvindu.