Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Orkudrykkir verði bannaðir innan 16 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neysla íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Neyslan hefur slæm áhrif heilsu. Ungmenni eiga erfitt með að festa svefn og sofa heilan svefn auk þess sem of mikil koffín neysla getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið.

,,Þetta eru sláandi niðurstöður og það er nauðsynlegt að gríða til aðgerða,” segir Helga Gunnlaugsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá Matís og sérfræðingur á sviði áhættumats matvæla. 

Mast hefur gefið það út að þau ætli að leggja það til við stjórnvöld að banna orkudrykki til ungmenna yngri en 16 ára.

Áhættumatsnefnd hefur rannsakað að beiðni Matvælastofnunar hvort neysla orkudrykkja hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna á þessu skólastigi. Niðurstaðan er sú að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í fyrri rannsóknum og gefur tilefni til aðgerða.

Helstu niðurstöðurnar sýna:

  • 30% íslenskra ungmenna í 8. bekk neyta orkudrykkja sem innihalda koffín og neyslan eykst með aldri og er um það bil 50% meðal ungmenna í 10. bekk.
  • Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%.
  • Varfærið mat sýnir að a.m.k. 12% ungmenna í 8.-10. bekk sem neyta orkudrykkja, neyta koffínmagns yfir þeim öryggismörkum sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) ráðleggur að sé örugg fyrir fullorðna einstaklinga, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum.
  • Þau ungmenni sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag.
  • Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið.
  • Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna í 8.-10. bekk sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið.

Nánar má lesa um skýrsluna á heima síðu Mast.

- Auglýsing -

Helga segist vonast til þess að niðurstöðurnar leiði til fræðsluátaks um skaðsemi orkudrykkja sem leiði til viðhorfsbreytingar hjá ungmennum og ekki síst foreldrum. ,,Þetta er svolítið eins og með áfengið, best er að byrja bara alls ekki.“ 

Á grundvelli áhættumatsins hyggst Matvælastofnun leggja til breytingar á reglum sem varða koffín í drykkjarvörum og aukna fræðslu með það að markmiði að takmarka aðgengi ungmenna að koffínríkum orkudrykkjum.

Fram til þessa hefur skortað gögn til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -