Lögreglan á Grafarholti brá skjótt við þegar haft var samband vegna einstaklings sem var staðinn að verki við að brjótast inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Hann náði að brjóta upp útihurð en l-greglan kom á vettvang í sömu svifum og handtók hann. Innbrotsþjófurinn var fluttur á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa þar sem hann hvílir nú í þágu rannsóknar málsins.
Eldur kviknaði í bifreið í austurborginni. Slökkvilið náði tökum á eldinum en bifreiðin var ógangfær og dregin af vettvangi með dráttarbifreið. Ekki vitað um eldsupptök.
Á sömu slóðum var brotist inn í fyrirtæki.
Tvær bifreið var stöðvaðar og ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra eru í hefðbundu ferli.