Eftir hádegi í dag var Norðfjarðargöngum lokað vegna grjóthruns úr lofti ganganna. Óvíst er hvernær unnt verður að opna þau aftur. Kemur þetta fram í frétt Austurfréttar.
Í samtali við Austurfréttir segir Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinna á Austurlandi, að verið sé að meta aðstæður en jarðfræðingar stofnunarinnar eru hafið í samráði.
Það var upp úr hádegi í dag að svolítið stykki hrundi úr loftinu í miðjum göngunum. Að sögn Sveins var það setlag úr lausu setlagi sem fór af stað og kom niður. Um er að ræða sambland af steypu og bergi. „Þetta getur því miður gerst en sem betur fer varð ekkert slys.“
Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um viðbrögð, til dæmis hvort hægt sé að hleypa umferð á göngin undir eftirliti.