Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Gróf líkamsárás – Fjórir með vopn og fíkniefni réðust á mann í heimahúsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var klukkan hálf ellefu í gærkvöld er lögreglan handtók fjóra menn vegna líkamsárásar í heimahúsi. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Einn enn var svo handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann reyndi að komast inn í hús. Taldi hann húsið vera það sama og árásin átti sér stað í. Fíkniefni í söluumbúðum fannst á einum mannanna ásamt pening sem þykir líklegur ágóði af fíkniefnasölu. Þá var einn mannanna vopnaður og var vopnið handlagt. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Síðar um nóttina stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Var hann látinn laus eftir hefðbundið ferli lögreglu. Þá segir í dagbók lögreglu að nóttin hafi verið með rólegra móti. Lögreglu hafi borist tilkynningar vegna minniháttar mála og nokkrir gistu bak við lás og slá vegna ölvunartengdra mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -