- Auglýsing -
Í dagbókinni góðu kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann sem er grunaður um alvarlega líkamsárás – eftir að árásarþoli leitaði á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Segir í bókinni að lögreglumenn á vakt hafi þekkt til hins grunaða geranda; farið um leið á stúfana; náð honum eftir skamman tíma.
Var aðilinn vistaður í fangaklefa vegna málsins sem er nú í rannsókn.