Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Grunaður um ölvun á hestbaki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um slys í Mosfellsbæ. Karlmaður hafði fallið af hesti og kenndi eymsla í baki, var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Maðurinn er grunaður um ölvun og hafa gerst brotlegur við reglur um ölvunarakstur: „Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi lyfja.“

Laust eftir klukkan 21 var bifreið stöðvuð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um sölu/dreifingu fíkniefna og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp um klukkan 23 á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.  Tjónvaldur hafði gengið frá vettvangi en var handtekinn þar nærri.  Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíknefna og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Um miðnætti var bifreið stöðvuð á Hringbraut. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur bifreiðar án gildra réttinda.  Ökumaðurinn er aðeins 17 ára og var málið kynnt foreldri og tilkynning til Barnaverndar.

Um þrjú í nótt var 03:02 var tilkynnt um mann í mjög annarlegu ástandi við Klambratún. Maðurinn var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.  Við vistun fundust ætluð fíkniefni hjá manninum.

- Auglýsing -

Fjöldi ökumanna var stöðvaður í höfuðorginni, ýmist grunaðir um akstur undir áhrifun ölvunar og/eða fíkniefna. Einn var einnig sekur um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -