Rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af ökumanni í Fossvoginum en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, nytjastuld bifreiðar, vörslu fíkniefna, innbrot og þjófnað, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Óhætt er að segja að síðasti sólarhringur af verið erilsamur hjá lögreglu þar sem hún hafði afskipti af fjölda ökumanna, hátt í tug ökumanna, sem grunaðir eru um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og / eða vörslu fíkniefna.