„Sigurvegarar kosningabaráttu okkar í Samfylkingunni er ótrúlega kraftmikil og litrík grasrót,“ segir þingkonan Helga Vala Helgadóttir að loknum kosningum, og bætir við:
„Fjölbreyttur hópur fólks sem af hugsjón hljóp síðustu vikur í mikilli vinnu. Baráttan hér í Reykjavík var algjörlega einstök, vinskapur, virðing, ósérhlífni og já bara kærleikur á milli frambjóðenda, starfsfólks og sjálfboðaliða.“
Helga Vala er ekki sátt við lokaniðurstöðuna en er hvergi bangin þegar að framtíðinni kemur:
„Ungir jafnaðarmenn eru hrikalega öflug og ég verð að segja að þótt ég sé grútspæld yfir niðurstöðunni þá er ég djúpt glöð og þakklát þessum stóra hópi. Ég hlakka til að hlaupa með ykkur áfram í þágu jafnaðarstefnunnar. Okkar tími mun koma. Áfram gakk.“