Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Guðbergur Guðnason er látinn: „Það varð að lokum heimsfaraldurinn mikli sem lagði kappann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðbergur Guðnason frá Flateyri lést á Landsspítalanum í gær. Hann var 74 ára. Guðbergur var betur þekktur sem Bíla-Bergur en það viðurnefndi fékk hann vegna akstursleikni hans og yfirburðaþekkingu á bílum. Guðmundur Sigurðsson, vinur hans,  minnist félaga síns á Facebook.
„Það hryggir að segja frá að vinur minn í hálfa öld, Bíla-Bergur lést í gær á sjúkrahúsi í Reykjavík. Það varð að lokum heimsfaraldurinn mikli sem lagði kappann, oft mátti litlu muna en þetta var öflugur andstæðingur og því fór sem fór,“ skrifar Guðmundur.
Hann segir að mannlífið verði fátækara eftir fráfall Bergs.
„Óhætt er að segja að hann hafi um langt árabil verið þekktastur allra Flateyringa, það var sama hvar maður kom, allsstaðar var fólk sem sagði manni sögur af Bergi. Man eftir sólbaði í Flókalundi hvar við nokkrir félagar lágum í leiti á milli dansleikja. Þar kom maður að, þegar hann vissi að við værum frá Flateyri hóf hann umsvifalaust að segja okkur sögur af Bíla-Berg og sagðist þekkja hann vel. Við spurðum hvort hann hefði eitthvað séð hann á svæðinu en komumaður neitaði því. Ég var ekkert að eyðileggja frásögnina hans með því að upplýsa að þessi tiltekni Bíla-Bergur lægi hér með okkur í grasinu,“ skrifar Guðmundur.
Hann rifjar upp að fyrr á árum bar það á góma að það gæti verið sniðugt að gera Berg út til að stunda kappakstur.
„Jón Gunnar Stefánsson, útgerðarmaður á Flateyri, hafði á orði þegar hann horfði á Berg dansa á bíl að togaraútgerð væri bara vitleysa, ef menn ætluðu að eignast peninga ætti að fjármagna Berg í kappakstur í útlöndum, það myndi skila á við marga togara. Hygg að það hafi verið rétt hjá Jóni eins og svo margt annað,“ skifar Guðmundur.
Guðbergur lætur eftir sig þrjár dætur.
Mannlíf vottar aðstandendum Bergs dýpstu samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -