Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Guðbjörn telur Agnesi biskup hafa villst að heiman: „Mér varð undarlega innanbrjósts“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafandi, er þeirrar skoðunar að Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, og meðbiskupar hennar hjá Þjóðkirkjunni séu villtir. Þeirra megin hugðarefni séu peningar í stað boðskapsins um mannkærleika, virðingu og auðmýkt.

Guðbjörn ritar skoðun sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu og segir tilefni skrifa sinna vegna grein biskupanna þriggja hérlendis, Agnesar, Sólveigar Láru Guðmundsdóttur og Kristjáns Björnssonar. Hann leitaði sjálfur svara hjá almættinu vegna skrifa biskupanna. „Þegar ég hafði lesið grein þeirra varð mér undarlega innanbrjósts. Meginefni greinarinnar snýst um peninga og það að vera ekki lengur opinber starfsmaður, heldur starfmaður þjóðkirkjunnar sem ríkið á og fjármagnar. Á að skilja þetta sem eitthvert OHF-fyrirbrigði? Eins og sannir fjármálamenn gerið þið líka fyrirvara um það að þeir sem eru óánægðir með fjármálaviðhorf ykkar séu neikvæðir út í kirkjuna. Er þar um þöggunartilraun að ræða, eða afsökun fyrir að svara ekki andmælum?,“ segir Guðbjörn og bætir við:

„Þegar eitthvað sem ég les eða heyri angrar undirvitund mína sest ég ævinlega niður og tengi mig við leiðbeinendur mína hjá Fræðslusviði alheimsvitundar, sem hafa veitt mér ágæta leiðsögn frá unga aldri. Ég bað um hjálp við að skilja hvað í þessum skrifum æðstu forystusveitar kirkjunnar fælist. Í fyrstu kom ekkert svar en síðan kom með sorgarhljómi. – Þau hafa villst að heiman.“

Guðbjörn segir að skrif biskupanna sé blekkingarleikur. Hann telur að með auknum afskiptum presta af fjárhagsmálum safnaða sinna færist þeir fjar hreinni boðun kærleikans. „Fjármálaumsýsla boðenda, til annarra þátta en að deila fjármunum meðal hinna þurfandi, getur ekki samræmst stöðu boðenda, mannkærleika, virðingar og auðmýktar sem eiga að vera hornsteinar þjóðkirkjunnar. Fjárhirðar í ritningunni eru dæmisaga, fyrst og fremst táknmynd fyrir alla þá sem gæta verðmæta og sjá um að viðhalda þeim verðmætum sem þeim var trúað fyrir og leitast við að þau vaxi eftir þörfum, en ekkert umfram það. Hin andlega leið boðendanna þarf þó að vera skrefinu á undan hinni veraldlegu leið fjárhirðanna. Samband við þessa vitund missa boðendur ef hávaði hins veraldlega umhverfis nær inn í friðland þeirra. Presturinn á, eðli starfs síns vegna, einungis að sinna hinni andlegu næringu safnaðarins sem sínum verkahring,“ segir Guðbjörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -