Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðbrandur Einarsson: „Ég hef verið dálítið veikur þrátt fyrir að vera þríbólusettur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég hef verð dálítið veikur þrátt fyrir að vera þríbólusettur. Hóstinn hefur verið mér erfiðastur en mér sýnist þetta þó vera í rétta átt,“ segir Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar sem er í einangrun vegna Covid-19-smits, og bætir við að sér hafi þótt það vera sérstakt að greinast eftir allan þennan tíma. „Ég hef farið eins varlega og kostur er en það dugði ekki. Ég held að ekkert okkar hafi áhuga á að smitast af veirunni en ég hef ekki verið óttasleginn yfir þessu, bara reynt að fara varlega. Eftir að hafa fengið þriðja skammtinn var ég nokkuð öruggur um að veikjast alla vega ekki mjög illa. “

 

Ég fékk síðan fréttir af því að ég væri með Covid og ég hef verið í einangrun síðan og verð eitthvað áfram.

Guðbrandur er einn í einangrun. „Eftir að hafa fengið fréttir af því að smit hefði greinst nálægt mér slíðastliðinn föstudag fór ég í PCR-próf og keyrði svo austur fyrir fjall í sumarbústað til að bíða niðurstöðu. Ég fékk síðan fréttir af því að ég væri með Covid og ég hef verið í einangrun síðan og verð eitthvað áfram.“

Þetta þýðir að Guðbrandur mun vera einn á jólunum.  „Jólin í ár verða öðruvísi hjá mér, það er næsta víst. Ég á hins vegar von á því að einhver af börnunum mínum keyri til mín jólamat og einhverjum pökkum á aðfangadag. Miðað við lyktar- og bragðskynið núna vildi ég gjarnan vilja fá hangikjöt og laufabrauð í matinn á jólunum og tengjast svo fólkinu mínu í gegnum FaceTime eða aðra samfélagsmiðla. Jólamessa í útvarpi eða sjónvarpi er hluti af þessu öllu.“

 

Maður verður óneitanlega svolítið viðkvæmur.

Guðbrandur segir að það sé auðvitað sérstakt að fá ekki að vera með fólkinu sínu á jólunum. „Maður verður óneitanlega svolítið viðkvæmur. En það styrkir mig að hugsa um alla þá sem eru í þessari stöðu. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Margir geta ekki einu sinni haldið jól og fá jafnvel ekki að borða. Minn veruleiki er því ekki slæmur þótt óvanalegur sé.“

- Auglýsing -

Þingmaðurinn segir að hann og fjölskylda hans hafi um jól lengi gætt sér á hægelduðu nautakjöti og humarsúpu og síðan heimalögðuðum ís með möndlu í. „Eftir að grænkerunum fjölgaði í fjölskyldunni hefur réttunum á jólaborðinu hins vegar fjölgað.“

Hvað með uppáhaldsjólalagið? „Það er erfitt að nefna eitthvað eitt jólalag en ég ætla að nefna lag Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól. Síðan uppgötvaði ég nýlega fallegt jólalag sem Svavar Knútur, Ragga Gröndal og Kristjana Stefáns hafa flutt og heitir Ég þigg þennan pakka. Það er ljúft og fallegt jólalag með fallegum boðskap.“

Guðbrandur Einarsson
Guðbrandur og lítill afastrákur.

Í mínum huga skiptir það máli að fara að ráðum sérfræðinga og láta bólusetja sig.

 

- Auglýsing -

Aftur að Covid. Covid 19. Guðbrandur er spurður hvað það hafi kennt honum að upplifa heimsfaraldurinn svona á eigin skinni. „Þetta kennir manni að það er enginn óhultur fyrir veirunni. Hún er skæð og við erum í raun hvergi óhult. Í mínum huga skiptir það máli að fara að ráðum sérfræðinga og láta bólusetja sig.“

Sýna samábyrgð og samhug.

Hvaða augum lítur hann næstu daga, vikur og misseri? „Mér sýnist á atburðum síðustu daga að við getum verið að kljást við veiruna næstu vikur og mánuði allavega. Sóttvarnir þurfa að gilda áfram en þær duga ekki einar og sér. Það eru margir sem hafa orðið illa úti bæði félags- og fjárhagslega vegna þessarar stöðu og við þurfum sem samfélag að taka utan um þá. Sýna samábyrgð og samhug.“

Þingmaðurinn er með skiaboð til Íslendinga fyrir varðandi jólin. „Ég vil bara biðja þess að sem flestir fái notið jólahátíðarinnar með einhverjum hætti. Nú fer myrkrið að víkja fyrir birtunni og við skulum reyna að sameinast um að sem flestir fái notið þeirrar birtu sem fram undan er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -