Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðjón æfur: „Ráðendum er hér með gefinn séns á að biðja afsökunar og lagfæra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón var ekki sáttur eftir að hafa sótt tjaldstæðið Voga við Mývatn heim nýverið. Frá reynslu sinni segir hann inn á Facebook hópnum Tjaldsvæði – umræðuvettvangur.

„Við vorum á tjaldsvæði við Mývatn. Vogar ekki Hlíð, biðst afsökunar, Tveir eldri borgarar, húsbíll, ekkert rafmagn eða nein þjónusta. 5.500kr nóttin. Kvartað mikið yfir þessu. “ Ég ekki setja reglur” Dýrasta tjaldsvæði landsins! Ráðendum er hér með gefinn séns á að biðja afsökunar og lagfæra! Þetta voru tvær nætur á 11.000kr ekkert þegið!“ segir Guðjón og er greinilega allt annað en sáttur. Hann gefur þeim sem sjá um tjaldstæðið séns á því að biðjast afsökunar sem og að lagfæra þessa gjaldtöku við hann.

Guðjón segir jafnframt að alls staðar sem hann hafi komið sé veittur afsláttur fyrir eldri borgara nema á tjaldstæðinu Vogum við Mývatn. Hann kallar þetta rán og hvetur fólk til þess að sniðganga staðinn.

Viðbrögðin í hópnum láta ekki á sér standa. Gyða segir: Mjög víða kostar 1000 kr. fyrir eldri borgara, þetta er mjög dýrt, við höfum verið þarna, útsýnið er alveg yndislegt, kannski verið að rukka fyrir það“. Reynir segir: Það er auðvitað valkostur hvers og eins hvar fólk gistir. Taka eldriborgarar minna pláss og minna rafmagn?“ Arnar spáir í hvað rukkað sé fyrir: „Rukkuðu þeir gistináttagjald með? Það er ólöglegt í sumar“.

Þórdís segist hafa borgað annað verð á sama stað: „Ég var þarna síðustu nótt. 2 fullorðnir + rafmagn = 4700 kr“. Halldór veltir fyrir sér farskjót Guðjóns: Varstu nokkuð á húsbíl sem kostaði 12 mills ?“. Guðjón er ekki seinn á sér að svara Halldóri og segist vera á 30 ára heimasmíðuðum jálk.

Bryndís er sammála Guðjóni: Sammála, var þar sl. nótt á húsbíl. Enginn afsláttur veittur, rafmagn upptekið og aðra þjónustu þurfti ég ekki. Stúlkan talaði bara ensku og rukkaði fyrir bíl og mig 2.500.- Þetta nær engri átt.

- Auglýsing -

 

Gjaldskrá Voga skoðuð

Á síðu tjaldsvæðisins kemur fram að verð á hvern fullorðin sé 2000 krónur og gjald á hvern húsbíl sé 1.500 krónur og rafmagn sé innifalið í því verði. Þannig að fyrir tvo fullorðna og húsbíl í eina nótt ætti gjaldið að vera 5.500 krónur en ekki 11.000 krónur eins og Guðjón segist hafa þurft að greiða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -