Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Guðlaug Svala hættir í Hafnarfirði: „Tökum glöð á móti nýju fólki og ferskum hugmyndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Undanfarin 8 ár hef ég fengið að kynnast bænum mínum á alveg nýjan hátt með þátttöku í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Traustið til að sinna því hlutverki er heiður sem ég hef leitast við að standa undir eftir fremsta megni. Verkefnin í bæjarfélaginu eru fjölbreytileg og ólík sem hefur gert þennan tíma afar áhugaverðan og lærdómsríkan,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og bætir við:

„Ef ég ætti að kjarna þann lærdóm í eina setningu yrði hún þessi: Í grunninn byggir samfélag eins og Hafnarfjörður fyrst og fremst á fólkinu sem heldur bænum okkar gangandi frá degi til dags, á manneskjum sem annast manneskjur. Sveitastjórnarstigið býður upp á mikla nálægð sem gerir það að verkum að hægt er að sjá ákvarðanir og breytingar raungerast með áþreifanlegum hætti, hvort sem það er vinnustaður sem opnar, að börn fái námsgögn sín í skólanum að hausti eða breytt hlutverk húsa eins og St. Jósefsspítala og Skattstofunnar.“

Hún bætir við að „sum skref virðast smá en eru þó stór í eðli sínu, eins og að hætta að skilyrða í hvað nota megi ferðir með ferðaþjónustu fatlaðra og að tómstundastyrki barna megi nota í tónlistarnám og virkni utan sveitarfélagsins. Bæjarstjórn ætti að mínu mati að sýna þversnið af því samfélagi sem hún á að þjóna. Ég hef bæði prófað að tilheyra stjórnmálaflokki og óháðu framboði og finnst eftir þann samanburð mikilvægt að valkostur af síðara taginu standi til boða. Um þetta er hópurinn sem hefur skipað Bæjarlistann á yfirstandandi kjörtímabili sammála og höfum við nú hafist handa við undirbúning fyrir kosningarnar í vor og tökum glöð á móti nýju fólki og ferskum hugmyndum inn í þá vinnu.“

Guðlaug segir að lokum að „það hefur verið frábært að fá að vera oddviti fjölbreytilegs og hæfileikaríks hóps undanfarin ár og fyrir það er ég þakklát. Eftir mikla umhugsun undanfarna mánuði hef ég ákveðið að óska ekki eftir því hlutverki í vor þó svo ég verði gjarnan áfram hluti af liðinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -