Titringur innan ráðherraliðs ríkisstjórnarinnar vex með hverjum deginum sem líður. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á það erfiða verkefni fyrir höndum að velja í ráðherrastól Kristjáns Þórs Júlíussonar sem glataði sínu pólitíska lífi og sveif á brott á englavængjum Samherja. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er þyrnir í augum Bjarna sem myndi væntanlega færa hann skör neðar í virðingarstiganum ef sá möguleiki væri fyrir hendi. Vandinn er sá að Guðlaugur Þór er firnasterkur í flokknum eftir að hafa sigrað þá umdeildu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, núverandi kirkjumálaráðherra, í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Bjarni verður því að skipa ráðherra í sátt við Guðlaug Þór eða taka þá áhættu að kljúfa flokkinn. Flestir veðja á það að Bjarni freisti þess að setja Guðlaug Þór í heilbrigðisráðuneytið eftir að hafa látið Framsóknarflokknum eftir utanríkisráðuneytið. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, gæti orðið nýr ráðherra en óljóst í hvaða embætti. Sjálfstæðisflokkurinn mun væntanlega leggja á það höfuðáherslu að halda sjávarútvegsráðuneytinu og tryggja þar hagsmuni …