Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Guðlaugur Þór bað um óskalag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra mun í dag lýsa því yfir formlega hvort hann muni taka slaginn við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um formannsstólinn í flokknum. Guðlaugur Þór var búinn að segja sínum nánustu samherjum í Hulduhernum frá því fyrir nokkru að hann væri ákveðinn að fara í slaginn, eins og Mannlíf greindi frá í síðustu viku. Undirbúingur hefur staðið um langt skeið og telja menn Guðlaugs sig ráða nógu stórum hluta landsfundarfulltrúa til að leggja Bjarna að velli.

Reiknað var með yfirlýsingu hans í um miðja seinustu viku. En svo virtist sem hann fengi skyndlega kalda fætur, stuðningsmönnum sínum til undrunar. Hann lýsti ekki yfir framboði en sagðist vera hugsi. Þannig hafa dagarnir liðið áfram án þess að hann kveði upp úr um það hver áformin eru. Hann hefur lítið tjáð sig í fjölmiðlum en var þó í stuttu viðtali í poppþætti á útvarpsstöðinni Bylgjunni í gær þar sem hann bað um óskalagið Bohemian Rhapshody með Queen. „Is this just fantasy …,“ er spurt í textanum og svo „I’m just a poor boy“.

Í dag mun þó draga til tíðinda. Guðlaugur Þór hefur boðað til fundar þar sem hann ætlar að upplýsa um áform sín Sumir telja það klókt hjá honum að segja ekkert en leyfa umræðunni að grassera. Bjarni ber þess merki að vera taugaveiklaður og það kann að hjálpa.

Vandinn er hins vegar sá að Bjarni kann sitt fag. Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir dómsmálaráðherra fór gegn honum kom Bjarni með grátstafinn í kverkunum í sjónvarpsviðtal, sýndi mannlega hlið, og sópaði til sín fylgi sem dugði til að standast áhlaup ráðherrans sem seinna hætti með skömm vegna Lekamálsins.

Nú er staðan sú að Guðlaugur Þór hefur engu að tapa lengur. Líklegt er að Bjarni hendi honum út úr ríkisstjórn við fyrsta tækifæri, hvort sem Guðlaugur Þór tekur slaginn eða ekki. Það er skollið á stríð í flokknum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -