Guðlaugur Þór Þórðarson segir það eðlilega vonbrigði að hafa tapað í formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni, en að hann muni auðvitað una niðurstöðunni; hefur engin áform um í stjórnmálum; á þingi eða í ríkisstjórn:
„Ég segi nákvæmlega það sama eftir og fyrir kosningar.“
Guðlaugur Þór tapaði fyrir Bjarna í formannskjöri; hlaut Guðlaugur Þór rúm 40% atkvæða gegn 59% Bjarna.
Segir Guðlaugur Þór að hann telji Sjálfstæðisflokkinn koma sameinaðan af landsfundinum; sterkari en áður.
Þegar hinn endurkjörni Bjarni Benediktsson hafði flutt sigurræðu sína, kom Guðlaugur Þór í pontu, og í ræðu sinni lagði hann mikla áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að standa þétt saman; flykkja sér að baki formanninum.
Guðlaugur sagði einnig að hann væri stoltur af þeim sem hefðu stutt hann og hvatt áfram; sagði að með framboðinu hefði hann lagt áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti gert betur og þyrfti að styrkja sig og standa saman:
„Þessi landsfundur er fyrsta skrefið í því. Þegar við gerum það þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni.