Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Guðlaugur Þór sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík – Ávísun á leiðtogasætið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarson er sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og mun skarta oddvitasætinu. Baráttan var hörð þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór sóttust bæði fast eftir efsta sæti listans.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, stendur efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með 3.508 atkvæði þegar öll atkvæði hafa verið talin. Áslaug Arna var með  með 4.912 atkvæði í 1. – 2. sæti.

Brynjar Níelsson féll niður í fimmta sæti frá síðustu tölum og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er ekki meðal átta efstu í prófkjörinu.

Ávísun á leiðtogasæti

Hart var barist því flestir telja efsta sætið ávísun á leiðtogasæti í flokknum en háværar raddir hafa verið um að um Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hyggist stíga til hliðar.

Töldu margir að jafnt yrði á milli ráðherrana og að öllum líkindum myndu úrslitin ráðast af hversu vel unga kynslóðin mætti á kjörstað. Áslaug Arna mun hafa lagt sig sérstaklega fram um að ná til þess hóps og tjaldað öllu til við að fá ungt fólk til að flokksbinda sig í Sjálfstæðisflokkinn fyrir prófkjörið.

- Auglýsing -

Enn meiri hiti færðist færðist í baráttunna fyrir helgi þegar framboð Guðlaugs Þórs og Diljár Mistar Einarsdóttur sökuðu bróður dómsmálaráðherra, Magnús Sigurbjörnsson, um að hafa nýtt sé aðgengi að félagskrá flokksins í kosningabaráttunni. Átti hann með því að hafa haft undir höndum ná­kvæm­ar og upp­færðar upp­lýs­ing­ar um flokks­menn, jafnt í aðdrag­anda próf­kjörs­ins og eft­ir að fram­boðsfrest­ur rann út.

Grun­ur var því um að hann hafi nýtt sér þess­ar upp­lýs­ing­ar í þágu próf­kjörs­bar­áttu syst­ur sinn­ar.

Því var alfarið hafnaði af yfirkjörstjórn flokksins sem sagði ekkert benda til að reglur hafi verið brotnar.

- Auglýsing -

Góð kosning Diljár Mistar en vonbrigði Sigríðar, Birgis og Kjartans

Augljóst var hverjir þau Áslaug Arna og Guðlaugur Þór vildu að fylgdu sér á þing. Í tilfelli Guðlaugs var aðallega nefnt nafn Diljár Mistar, aðstoðarmanns hans en fleiri virðast hafa átt samleið með Áslaugu. Voru nöfn þeirra Hildar Sverrisdóttur, Birgis Ármanssonar og Friðjóns R. Friðjónssonar hvað háværust í því samhengi.

Önnur úrslit urðu eftirfarandi:

Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir með 2.875 atkvæði samanlagt í 1. – 3. sæti.

Í fjórða sæti er Hildur Sverrisdóttir með 2.861 atkvæði samanlagt í 1. – 4. sæti.

Í fimmta sæti er Brynjar Níelsson með 3.311 atkvæði samanlagt í 1. – 5. sæti.

Í sjötta sæti er Birgir Ármannsson með 4.173 atkvæði samanlagt í 1. – 6. sæti.

Í sjöunda sæti er Kjartan Magnússon með 3.449 atkvæði samanlagt í 1. – 7. sæti.

Í áttunda sæti er Friðjón R. Friðjónsson með 3.148 atkvæði samanlagt í 1. – 8. sæti.

Alls greiddu 7.493 atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði eru 7.208. Auð og ógild atkvæði eru 285.

Alls greiddu 7.493 atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði eru 7.208. Auð og ógild atkvæði eru 285.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -