Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fór fram í dag, kosning í sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna. Guðmundur Árni Stefánsson sigraði kosningarnar með 537 atkvæði í fyrsta sæti. Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði.
Sigrún Sverrisdóttir fékk 290 atkvæði í fyrsta til annað sæti, hún er þekkt í bæjarmálunum í Hafnafirði. Mörg undanfarin sumur hefur hún starfað sem sundlaugarvörður í Krosnesslaug í Árneshreppi, einni þekktustu sundlaug landsins.
Árni Rúnar Þorvaldsson fékk 485 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti, Hildur Rós Guðbjargardóttir 351 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti, Stefán Már Gunnlaugsson með 429 atvkæði í fyrsta til fimmta sæti og Kolbrún Magnúsdóttir með 434 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
Á kjörskrá voru 2.225 og greiddur 962 atkvæði eða 43%.