Fram kemur í frétt mbl.is að Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætli sér að bjóða sig fram í að verða varaformaður Samfylkingarinnar.
Hann var spurður hvers vegna hann tilkynni um framboð sitt núna:
„Vegna þess að ég hef fengið talsverða hvatningu og mikið af hringingum, og menn telja að það sé ekki slæm ímynd af forystu Samfylkingarinnar að hafa unga og kjarkaða konu í forystu og gamlan hund hokinn af reynslu henni við hlið.“
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, varaformaður flokksins og nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heiða Björg Hilmisdóttir, gaf það út í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til varaformanns.
Eins og staðan er núna eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson ein í framboði Landfundur Samfylkingarinnar, Kristrún sem formaður og Guðmundur Árni sem varaformaður, sem verður haldinn helgina 28. til 29.október. Þá verður kosið til forystu.