Guðmundur Þ. Guðmundsson var reiður sérfræðingum RÚV eftir hetjulega baráttu landsliðsins gegn Frökkum í dag. Kvaðst Guðmundur vera mjög stoltur af liðinu en leikmenn börðust eins og öskrandi ljón gegn sterkum Frökkum sem sigruðu okkar menn 28 – 26. Guðmundur benti á að í íslenska liðið vantaði fjóra lykilmenn og gagnrýni sérfræðinga RÚV, þeirra Arnars Péturssonar og Loga Geirssonar, ætti ekki rétt á sér.
Aaaalgjörrlegga ÓÞOLANDI að heyra sérfræðinga RÚV tala um liðið á niðrandi hátt
Í viðtali við Einar Örn Jónsson, lét Guðmundur í sér heyra og var mikið niðri fyrir. Ljóst var að landsliðsþjálfarinn var bæði sár og reiður. Telur hann gagnrýni á landsliðið vera á algjörum villigötum og baunaði hann á Loga og Arnar núna fyrr í dag.
„Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt,“ sagði Guðmundur með miklum reiðitón og var ósáttur við að liðið væri sagt ráðalaust af Arnari og Loga. Hann bætti við:
„Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér.“
Guðmundur vill vitrænni umræðu um íslenska liðið en ekki sé talað í niðrandi fyrirsögnum af „sérfræðingum“ í sjónvarpssal. Guðmundi var heitt í hamsi og sagði:
„Það er algjörlega óásættanlegt. Það er allt í lagi að gagnrýna, en hún þarf að vera fagleg og hún þarf að vera sanngjörn. Þá erum við alveg til í að ræða hlutina.“
Guðmundur bætti við að Logi og Arnar hefði gagnrýnt hann ósanngjarnt í þrjú ár og hann hlustaði ekki á svona blaður. Þá sagði Guðmundur:
„Ég er ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég er ótrúlega stoltur af þessari frammistöðu og hvernig við erum að gera þetta.“
Hvernig fannst þér íslenska landsliðið standa sig? Segðu okkur skoðun þína í kommentum hér fyrir neðan!