Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Guðmundur Felix: „Ég er með danska lifur, franska handleggi og er Íslendingur“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Felix Grétarsson er alsæll með nýju hendurnar. Áður hafði hann fengið nýja lifur. Hann veit að gjafinn var 35 ára karlmaður.

„Ég veit ekkert hvernig hann dó. Það eru ákveðnar reglur upp á að maður þurfi ekki að bera það líka hvernig viðkomadi dó; það sama er um lifrina sem ég fékk eftir slysið fyrir rúmum 20 árum. Hún er úr Dana. Ég er með danska lifur, franska handleggi og er Íslendingur. Þetta er djöfull kúl því það eru ekki margir fæddir í þremur löndum. Það hefur alltaf verið erfiðasti hlutinn að hugsa um að einhver þurfi að deyja til að ég fengi handleggi og líka að það þyrfti helst að vera einhver sem væri yngri en ég. En viðkomandi hefði dáið hvort sem ég hefði verið að bíða eftir handleggjum eða ekki. Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans þannig að þetta er ekki alveg búið hjá honum ennþá,“ sagði Guðmundur Felix en ýmis líffæri úr gjafanum voru sett í aðra. „Þannig að ansi mörgum lífum hefur verið breytt og bjargað,“ sagði Guðmundur Felix. 

Sjá ítarlegt viðtal Svövu Jónsdóttur við Guðmund Felix.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -