- Auglýsing -
Guðmundur Franklín Jónsson, forsprakki og stofnandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, er brjálaður út í skoðanakannanafyrirtækin sem hleypa flokki hans ekki að. Hann segir ljóst að Íslands sé ekki lýðræðisþjóðfélag.
Það er nýleg könnun Gallup sem gerði Guðmund brjálaðan þar sem landsmenn voru spurðir hvaða flokk þeir myndu kjós í næstu kosningum. Það var flokkur Guðmundar ekki í boði og þetta hefur hann um það að segja:
„Skoðanakannanafyrirtækin virðast ætla að loka okkur úti, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn XO er ekki valmöguleiki. Hverjum er verið að skemmta með þessu. Við búum auðsjáanlega ekki í lýðræðisþjóðfélagi, svona vilja þeir hafa það.“
Varðandi fylgi flokkanna þá var Morgunblaðið að birta nýja könnun MMR um fylgi flokkana. Þar kemur í ljós að meiri hluti þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, eða 55 prósent. VG fengi þó aðeins 10,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag.
Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi).
Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum.