Forsetaframbjóðandinn skýtur föstum skotum á Smára McCarthy og Pírata.
Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður, skýtur föstum skotum á Smára McCarthy þingmann Pírata á Facebook. Þar segir forsetaframbjóðandinn orðrétt: „Það er sagt að það heyrist hringluhljóð frá “stærðfræðingnum” þegar hann kinkar kolli til samflokksmanna sinna í kannabisklúbbnum.“
Forsetaframjóðandinn á þar augljóslega við Pírata og Smára McCarthy, sem er menntaður stærðfræðingur, en tilefni skrifanna er sú fullyrðing Smára að frekjukast hjá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafi orðið til þess að fyrirtækið ákvað að hætta þátttöku sinni í skimun á landamærum og slíta samskiptum við Landlæknisembættis.
Með færslu sinni deilir Guðmundur Franklín svari Kára þar sem hann hrekur fullyrðingu Smára í löngu máli og segir meðal annars: „Við björguðum því sem brargað varð og þegar við þurfum að snúa okkar að því að halda okkur sjálfum á floti flokkast það í huga Smára undir afleiðingar frekjukasts. Hann er með skringilegt höfuð á herðum sér hann Smári en alls ekki alvitlaust.“
Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðmundar Franklíns.