Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Guðmundur heldur áfram á ótrúlegu bataferli sínu: „Þetta átti ekki að gerast fyrr en eftir tvö ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur gekkst undir aðgerðina í Lyon í Frakklandi fyrir 9 mánuðum. Batinn hefur verið undraverður og á undan áætlun. Í myndbandinu sýnir Guðmundur það nýjasta í bataferlinu.

„Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því að ég fékk handleggina og vildi ég gera myndband og segja frá nýjustu þróuninni í ferlinu. Fyrir ykkur sem sáuð myndbandið í maí, að ég held 28. maí, þá gat ég lítillega hreyft tvíhöfðann,“ segir Guðmundur í myndbandinu og hreyfir tvíhöfðann. „En nú get ég gert talsvert meira. Tvíhöfðinn virkar nokkuð vel og svo eykst styrkurinn í öxlunum, tvíhöfðanum og þríhöfðanum með hverjum deginum sem líður.“ Þá segist hann finna fyrir kulda og snertingu í hægri handleggnum, sé þrýst vel á hann.

Sjá einnig: MYNDIR – Guðmundur Felix faðmar dóttur sína í fyrsta skipti í 23 ár
og: Guðmundur Felix mættur í ökutíma: „Þvílíkt afrek!“

Hann segir að taugarnar í vinstri handlegg séu að vaxa og að hann sé kominn með taugar fram í höndina. „Ég get hreyft öxlina lítil­lega, en hún er fjandi þung.“

Svo hlakkar í Guðmundi Felix og hann segir að nýjasta þróunin sé nokkuð merkileg. „Nú get ég hreyft fingurna lítillega, en þetta átti ekki að geta gerst fyrr en eftir tvö ár.“ Því næst gerir hann smá tilraun, tekur upp mandarínubát með hægri hönd og setur upp í sig. Sjón er sögu ríkari!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -