Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Guðmundur Ingi var í hörðum kosningaslag: Skyndilega og óvænt rekinn úr prókjöri Samfylkingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baráttumanninum Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, félags fanga,  hefur verið vísað úr prófkjöri Samfylkingarinnar. Kjör­­stjórn full­­trúa­ráðs Sam­­fylkingarinnar í Reykja­­vík komst að þeirri niður­­­stöðu að fram­­boð Guð­­mundar Inga í flokksvali Sam­­fylkingarinnar vegna borgar­­stjórnar­­kosninga sé ógilt, á þeim grund­velli að hann upp­­­fylli ekki skil­yrði kosninga­laga um kjör­­gengi. Fréttablaðið greindi frá þessu og vísaði í lokaða stuðningsmannasíðu Guðmundar Inga. Kjörstjórn tók þessa ákvörðun í gærmorgun eftir að hafa áður samþykkt kjörgengi Guðmundar Inga. Úrskurðarnefnd samþykkti síðan ákvörðunina í gærkvöld. Prófkjörið hefst núna í morgunsárið.

Guðmundur Ingi er þekktur baráttumaður fyrir réttindum fanga. Hann á að baki feril sem afbrotamaður en hefur tekið útr refsingu sína. Hann hefur lokið af­­plánun í fangelsi og undir raf­­rænu eftir­­liti. Það er skilningur hans að afplánum hans sé lokið þrátt fyrir reynslu­­lausn sem skil­­greind sé í fullnustu­lögum sem ski­­loðs­bundin eftir­­­gjöf refsingar.

„Ég hefði auð­vitað viljað að Sam­fylkingin stæði með mér til að ég gæti látið reyna á þau mann­réttindi mín að fá að bjóða mig fram, og fyrir dómi ef um þann rétt minn yrði efast, enda liggja ófá lög­fræði­á­lit fyrir um kjör­gengið,“ segir Guð­mundur í til­kynningunni á síðu sinni.

Frambjóðandanum hafði áður borist stað­festing frá kjör­stjórn um að fram­boð hans væri gilt. Sú stað­festing barst 22. janúar síðast­liðinn. Hann veltir fyrir sér í tilkynningunni  hvað valdi þessum sinna­skiptum kjör­stjórnar.Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing

„Það er líka sárt að fá þessi tíðindi svona kvöldið áður en prófjörið hefst enda hafði Ásta Guðrún Helgadóttir, formaður kjörstjórnar, sagt mér að kjörgengi mitt hefði verið rætt innan flokksins. Ekki væri lengur um það deilt að ég væri kjörgengur“.

Óljóst er hvert næsta skref Guðmundar Inga verður en hann sagðist í gærkvöld myndu sofa á málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -