Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Guðmundur minnist Gróu með hlýju: „Grandvör kona og orðvör sem felldi ekki dóma yfir öðrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Jón Sigurðsson, minnist góðrar vinkonu sinnar, Gróu Björnsdóttur, sem lést af völdum Covid-19 í fyrrakvöld. Fyrir margra hluta sakir telur hann hana hafa verið eina bestu og merkilegustu manneskju sem hann hafi kynnst á lífleiðinni.

Gróa var ríflega níræð þegar hún barðist fyrir lífi sínu í baráttunni við veiruna skæðu. Hún bjó á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þegar Covid-smitaður sjúklingur af Landakoti var fluttur þangað með þeim afleiðingum að meirihluti heimilisfólks smitaðist. Gróa var þar á meðal og dætur hennar gagnrýndu Landspítalann fyrir að hafa borið veiruna inn á heimilis og stofnað lífi móðu sinnar í hættu.

Á endanum varð Gróa sóttinni að bráð. Hún varð með því sú 25. sem hér á landi lætur lífið vegna veirunnar. Guðmundur minnist góðrar konu sem hafi verið lífsbjartari en flest annað fólk. Minningarorðin ritar hann í færslu á Facebook. „Hef fregnað að vinkona mín, Gróa Björnsdóttir sé látin í hárri elli. Gróa var um svo fjölmargt einhver merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Svo skynsöm og æðrulaus til allra hluta. Það var ekki í kot vísað að kíkja við í kaffi hjá henni, stundum bar hún sig illa og sagðist bara ekkert eiga með kaffinu en brátt voru komnar 5-6 sortir á borðið og byrjað að baka pönnukökur, segir Guðmundur og bætir við:

„Það varð manni sannkölluð holdsöfnun að setjast við eldhúsborðið hennar en mikið var það gott og ekki síður nærandi að eiga orð við Gróu sem virtist alltaf sjá alla hluti í svo góðu og fallegu ljósi. Hún var stór kona að andlegu atgervi og lífsbjartari en annað fólk.“

Á lífsleiðinni var Gróa sjálf fyrir miklu andstreymi en mætti því af fádæma æðruleysi. Hún missti fjögur barna sinna, eiginmann sinn og barnabarn. „Gróa mætti miklu og erfiðu andstreymi um ævina án þess þó að æðrast. Hún missti fjögur barna sinna, enginn getur sagt hvernig slíkt er nema hafa reynt á eigin skinni. Efnilegt barnabarn hennar lést um eða innan við tvítugt. Mann sinn missti Gróa allt of snemma þannig að lífið hefur ekki verið henni neinn dans á rósum. Hún brást við öllu andstreymi og erfiðleikum af fádæma jafnaðargeði þannig að ekki verður neinu við jafnað, segir Guðmundur

„sá ævinlega hinar kómísku hliðar lífsins og var því með dýpri húmoristum sem ég hef kynnst

Guðmundur bendir á að Gróa hafi verið jafnaldri leikkonunni heitinnar, Marilyn Monroe, sem báðar hafi mætt miklum erfiðleikum í lífinu. „En það var bara önnur Þeirra sem gafst upp. Það þurfti hvorki meira né minna en heimsfaraldur til að leggja Gróu Björnsdóttur að velli. Hún brotnaði ekki við mótlæti né beygði af. Södd lífdaga varð hún drepsóttinni miklu að bráð, segir Guðmundur sem minnist vinkonu sinnar með mikilli hlýju:

- Auglýsing -

„Grandvör kona og orðvör sem felldi ekki dóma yfir öðrum en sá ævinlega hinar kómísku hliðar lífsins og var því með dýpri húmoristum sem ég hef kynnst. Það verður vel tekið á móti Gróu hvar fjölmenni verður til að umvefja hana og fagna komu hennar á æðra tilverustig. En hér verður hennar saknað því alltaf verður söknuður af svona fólki. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu, ættingja og vina sem nú eiga um sárt að binda. Góð kona er gengin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -