Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Guðmundur segir krónuna hafa níðst á sér allt lífið: „Var þetta leti í okkur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Óskarsson matreiðslumaður segist himinlifandi yfir því að hafa flutt frá Íslandi og sest að í Danmörku. Ástæðan er íslenska krónan.

Guðmundur útskýrir af hverju hann varð svona glaður við að flytja inni á spjallsvæði Sósíalistaflokksins á Facebook. Þar er hávær umræða um málið. „Ég keypti íbúð 1978 sem var þriggja herbergja og borgaði hana út, ekkert lán. Við seldum hana 1980 og áttum fyrir einbílishúsi fokeldu. Við tókum verðtryggt húsnæðislán til að við gætum flutt inn og gerðum það. Verðbólgan á þessum árum var um 100% og hæst 136% 1986. Einmitt þetta ár fæddist yngsta barnið okkar af fjórum. 1989 misstum við húsið á uppboði og við vorum heimilislaus og fórum á leigumarkaðinn í Reykjavík. Misstum við húsið vegna leti? Nei, við unnum myrkrana á milli til að halda húsinu en allt kom fyrir ekki,“ segir Guðmundur ákveðinn. 

„Það tók okkur 8 ár að hreinsa nafn okkar af vanskilaskrá.“

Guðmundur segist hafa þurft að sinna aukavinnu til að drýja tekjurnar á þessum tíma. „Þegar ég kom af sjónum, en ég var í dagróðrum þá fór ég í beytuskúrinn og beytti nokkur bjóð til að drýja tekjunar, en húsið fór samt. Var þetta leti í okkur eða óreyða í fjármálum, nei, alls ekki, alveg sama hvað ég reyni að ranglæta gerðir mínar. Það var ekki óreiða af neinu tagi,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Ekki nóg með það heldur þurfti bankinn að rukka mig um 2 milljónir þrátt fyrir að þeir tóku húsið af mér. Það tók okkur 8 ár að hreinsa nafn okkar af vanskilaskrá, þrátt fyrir að í lögum stendur að fjármálastofnun megi aldrei hagnast á óförum annara. Hún hagnaðist gríðalega á okkur. Þegar þú lest þetta getur þú láð mér það að mér er meinilla við Íslensku krónuna sem hefur níðst á mér allt mitt líf. Ég er svo glaður með að hafa flutt til Danmörku sem hefur frábæran gjaldmiðill, tengdan við Evru.“

Kristín Þorsteinsdóttir man vel eftir erfiðum verðbólgutímum. Ég fæ taugahroll þegar ég hugsa til þessa tíma. Mín upplifun er nákvæmlega eins og þú lýsir þessu. Ég vann og vann og vann en skuldaði alltaf meira og meira. Eins og að ausa vatni í leka tunnu, segir Kristín. 

Villi nokkur Ásgeirsson segir gjaldmiðilinn íslenska ónýtan og veit ástæðanu fyrir því hvers vegna hún er enn í notkun hér á landi. Ísland væri löngu búið að taka upp evruna ef þessir aðilar sem græða á krónunni væru ekki endalaust að flækjast fyrir, segir Villi. 

- Auglýsing -

Jóhanna Gunnþórsdóttir er svipaðrar skoðunar. Ég skil ekki afhverju stjórnvöld vill nýðast á almenningi með því að halda í þessa krónu. Eru þeir eingöngu á Alþingi fyrir stórútgerðina?, spyr Jóhanna. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -