Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Guðmundur segir verkalýðsbaráttuna fara hamförum: „Þar fer Ragnar Þór fremstur í flokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Guðmundson gagnrýnir viðbrögð forystu verkalýðshreyfingarinnar við ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, FÍÍ. Hann segir bæði verkalýðsforystuna og FFÍ hafa takmarkaðan skilning á stöðunni.

„Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ segir Guðmundur Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, vegna harkalegra viðbragða verkalýðsforystunar við ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, FÍÍ, í gær.

Guðmundur tjáir sig um málið á Facebook. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir hann.

„Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar.“

Hann segir að COVID-19 sé ekki að fara að hverfa á næstunni. Fólk verði að gera sér grein fyrir því að þetta sé viðvarandi ástand. „Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja.“

Þetta sé því ekki tíminn fyrir kjaraviðræður, þær verði að fara fram þegar staðan er betri hjá flugfélögum. Fyrirtæki um allan heimi rói nú lífróður vegna ástandsins og reyni að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af.

„Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ segir hann meðal annars í færslu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -