Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Guðmundur skilur ekki af hverju fólk móðgast yfir Eurovision-myndinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsrýninum Guðmundi Steingrímssyni finnst mergjað að útlendingar skuli móðgast fyrir hönd Íslendinga vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell.

„Í fyrsta lagi. Þetta element. Að móðgast fyrir hönd annarra. Slíkt endar alltaf úti í skurði. Á ákveðinn hátt finnst mér eiginlega móðgandi að upplifa það að einhver haldi virkilega að ég sem Íslendingur sé móðgaður yfir því að Will Ferrell fjalli ekki um menningarstig Íslendinga, nýjustu myndlistarsýningar og þess háttar, á raunsannan hátt í gamanmynd sinni,” skrifar Guðmundur í skoðunarpistli í Fréttablaðinu í dag.

„Hvers lags týpa þyrfti ég að vera til að gera slíka kröfu,” spyr hann. „Ætti ég að móðgast, myndi ég líka frekar móðgast yfir því að einhver teldi virkilega að ég teldi að fólk héldi að mynd Ferrels drægi upp sanna mynd af Íslendingum og að ég væri stressaður út af því.”

Hann segir að fólk þurfi að vera ákaflega viðkvæmt til að hafa slíkar áhyggjur og minnir á að um grínmynd sé að ræða en ekki heimildarmynd. Flestir kunna að gera þennan greinarmun, þótt stundum vilji hann gleymast. Will Ferrel sé einfaldlega að grínast.

Satt best að segja kveðst Guðmundur vera feginn því að í kvikmyndinni skuli vera dregin upp stereótýpísk mynd af íslensku þjóðinni sem drykkfelldum jólasveinavíkingaálfum. Hann hefði orðið daprari hefði raunsærri mynd verið dregin upp af þjóðinni, þ.e. af aðalpersónu myndarinnar Lars, sem starfsmanni í kísilverinu á Bakka. „Sönn mynd drægi væntanlega einnig fram hvað þessi þjóð getur líka verið átakanlega mikið úti á þekju.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -